Skráðu þig núna!

Ánægðir viðskiptavinir

„Dale Carnegie námskeiðið kom mér virkilega á óvart. Ég átti von á að öðlast meira öryggi til að tala fyrir framan hóp af fólki og bæta færni mína í mannlegum samskiptum. En námskeiðið gaf mér svo miklu meira. Meðal annars lærði ég aðferðir til að draga úr streitu og að bæta minnið. Mikilvægast var þó að ég lærði að vera sanngjarnari við sjálfa mig og kynntist frábæru fólki.“
Kolla
„Afreksíþróttir snúast ekki einungis um líkamlega þjálfun. Rétt hugarfar, jákvæðni og sjálfstraust eru ekki síður mikilvægir þættir. Ég reyni sífellt á mín líkamlegu þolmörk, sem gerir mér kleift að ná árangri í íþróttum. Ég vil skara fram úr og því stíg ég reglulega út úr mínum þægindahring. Jákvæðni og heiðarleg framkoma eru þættir sem ég met mikils í fari annara og ég vil temja mér til frambúðar. Ég ætla á Dale Carnegie námskeið til að auka árangur minn enn frekar. Hvað með þig?.“
Kári Steinn Karlsson, Maraþonhlaupari

Morgunkynningartími

Eru sambönd þín lykillinn að árangri í starfi?

Samskipti okkar við fólkið í kringum okkur, yfirmenn, undirmenn, viðskiptavini eða annað samstarsfólk er lykilbreyta í því hvernig okkur vegnar á vinnumarkaðanum. Margir halda því fram að stórt tengslanet sé lykillinn af árangri í starfi en gæði sambanda er ekki síður mikilvægur þáttur. Dale Carnegie hefur í yfir 100 ár hjálpað einstaklingum bæði að byggja upp tengslanet sitt ásamt því að dýpka og bæta þau sambönd sem þegar eru til staðar.

 
Miðvikudaginn 25. Október hefst 8. Vikna Dale Carnegie þjálfun sem fer fram milli 8:30-12:30. Á morgun námskeiðunum okkar er hærra hlutfall þátttakenda sem sækja þjálfunina á vegum fyrirtækis sem þeir vinna hjá. Áherslurnar eru meira starfstengar en á almennum Dale Carnegie námskeiðum. Þjálfunin er frábær vettvangur fyrir fólk sem vill taka stjórn á frama sínum með því að virkja hæfileika sína til fulls og fá fólk í lið með sér. 
Til að kynna ávinning þessa morgun námskeiðs bjóðum við þér í sérstakan kynningartíma sem verður mánudaginn 23. október frá kl. 8.30 til 9.30 í húsnæði okkar við Ármúla 11. Léttur morgunverður í boði.


Hvenær: Mánudagurinn 23. október kl. 8.30 til 9.30
Hvar: Ármúla 11, 3. hæð
Fyrir hverja: Alla sem vilja ná meiri árangri í starfi og styrkja sambönd sína og samskipti.
Verð: ókeypis aðgangur
 
Skráðu þig strax í gluggann hér við hliðina 

 

Facebook